Hagnýtar upplýsingar

Þegar þetta er ritað í lok mars er nægur snjór á gönguskíðasvæðinu. Búið er að opna fyrir skráningu en henni lýkur miðvikudaginn 9. apríl.
Afhending mótsgagna fer fram í Hvalasafninu Húsavík, sem staðsett er við Hafnarstétt, föstudaginn 11. apríl milli kl. 18:00 og 21:00.
Mótsgögn verða einnig afhent við rásmarkið á keppnisdag.

Dagskrá laugardagsins 12. april er svohljóðandi:
Orkugangan 60 km: kl. 10:00 – kl. 09:00 fyrir þá sem áætla göngutíma meiri en 6 klst.
Buch gangan 25 km: kl. 11:00
Buch gangan 10 km: kl. 12:00
1 km fyrir 12 ára og yngri kl. 13:00

Drykkjarstöðvar eru á ca. 12 km fresti og þar er boðið upp á orkudrykk, banana og súkkulaði.

Verðlaunaafhending og kjötsúpa að Fosshótel Húsavík frá kl. 15:30 – 18:00.
Athugið opið í Sundlaug Húsavíkur til kl. 18:00

Rástímar:

Orkugangan í Mývatnssveit, Leirhnjúkur við Kröflu kl. 10:00
Fyrir þá sem áætla göngutíma meira en 6 klst er rástími kl. 09:00
25 km ræsing frá Þeistareykjum, rútuferð frá Húsavík kl. 09:30
10 km ræsing frá Höfuðreiðamúla á Reykjaheiði kl. 12:00
1 km vegalengd er gengið á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði, ræsing kl. 13:00

Ferðir:

Boðið er upp á rútuferð frá Íþróttahöllinni á Húsavík að rásmarki við Kröflu, kl 7:45 fyrir þá sem taka þátt í 60 km göngunni. (Þeir sem vilja fá akstur úr Reykjahlíð að Kröflu mæta við Verslunina Strax í Reykjahlíð kl. 8:30)

Boðið er upp á rútuferð frá Íþróttahöllinni á Húsavík að rásmarki á Þeistareykjum kl. 09:30 fyrir þá sem taka þátt í 25 km göngu.
Nauðsynlegt er að skrá sig í rútuferðir frá Húsavík og Mývatnssveit, gjald í rútuferðir er kr. 1.000-
Einnig er akstur frá endamarki að Íþróttahöllinni á Húsavík.
Skráning er á netfangið info@orkugangan.is