Orkugangan fór fram á laugardaginn og má segja að ræst hafi úr veðri. Að þessu sinni var boðið upp á þrjár vegalengdir. 25 km gangan var gengin frá Þeistareykjum á meðan 10 km gangan var gengin frá raflínunni við Höfuðreyðarmúla og 2,5 km gangan var gengin á félagssvæði skíðagöngudeildarinnar.
Gangan gekk vel fyrir sig og endaði á verðlaunaafhendingu í Hvammi. Skíðagöngudeildin vill nota tækifærið og þakka keppendum og sjálboðaliðum fyrir skemmtilegan dag.
Heildarúrslit má sjá hér: Orkuganga 2018 heildarúrslit