skráning og frekari upplýsingar

Orkugangan 2016 fer fram næstkomandi laugardag, 9. apríl. Skráning er opin og verður opin fram að því þegar rúta leggur af stað að rásmarki klukkan 09:45.

Í göngunni er boðið upp á 25 km göngu og 10 km göngu. Í 25 km göngunni er einnig boðið upp á flokk með frjálsri aðferð. Einnig verður boðið upp á 2,5 km göngu fyrir 12 ára og yngri. Það ættu því allir að finna sér vegalengd við hæfi. Innifalið í skráningargjaldi er rútuferð að rásmarki í 25 og 10 km göngu.

Allar frekari upplýsingar um dagskrá, skráningu, flokkaskiptingu og rástíma má sjá að neðan.

Laugardagur 9. apríl:
09:00 – afhending mótsgagna hefst á svæði skíðagöngudeildar á Reykjaheiði.
09:45 – Rúta leggur af stað frá svæði gönguskíðafólks að rásmarki í 25 og 10 km göngum. Rútan er innifalin í skráningargjaldi.

Rástímar:
Buch gangan 25 km: kl. 11:00
Buch gangan 10 km: kl. 11:00
2,5 km fyrir 12 ára og yngri kl. 11:00
Verðlaunaafhending og kjötsúpa í salnum hjá Dvalarheimilinu Hvammi á Húsavík frá kl. 14:00 – 15:00.
Athugið opið í Sundlaug Húsavíkur til kl. 18:00

Drykkjarstöð verður á leiðinni í 25 km göngunni.

Skráningargjald:
25 km ganga – 5.000 kr
10 km ganga – 3.000 kr
2,5 km ganga – ókeypis

Skráning er opinn fram að göngu. Hinsvegar óska starfsmenn göngunnar eftir að flestir skrái sig í gegnum netfangið info@orkugangan.is til að einfalda alla vinnslu í kringum gönguna.

Innifalið í skránignargjaldi er rútuferð að rásmarki í 25 og 10 km göngu. Rútan leggur af stað frá svæði skíðagöngufólks á Reykjaheiði klukkan 09:45

Aldursflokkar:
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni
10 km og 2,5 km : Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni

Rástímar:
25 km ræsing frá Þeistareykjum kl. 11:00
10 km ræsing rétt ofan við skíðagöngusvæði á Reykjaheiði kl. 11:00
2,5 km vegalengd er gengið á svæði gönguskíðafólks á Reykjaheiði, ræsing kl. 11:00