Skráning hafin í eitt skemmtilegasta hlaup ársins!

Við skorum á þá sem ætla að vera með að skrá sig sem fyrst.

Vegalengd

25 km fyrir 17 ára og eldri
10 km fyrir 12 ára og eldri
5 km ekkert aldurstakmark

Forskráning er til kl. 21:00 föstudaginn 07.apríl.

Skráningargjald

25 km ganga – 7.000 kr til og með 31. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 9.000 kr.
10 km ganga – 4.000 kr til og með 31. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 6.000 kr.
 5 km ganga – 2.000 kr til og með 31. mars, eftir það hækkar skráningargjald í 4.000 kr.

Afhending keppnisgagna, skráning og brautarlýsing milli kl 18 og 20 hjá Ísfell (niður við höfn), endilega mæta þau sem eru á svæðinu og sækja gögnin sín.

Dagskrá

Föstudag 7. apríl
Afhending keppnisgagna, skráning og brautarlýsing milli kl 18 og 20  hjá Ísfell (niður við höfn), endilega mæta þau sem eru á svæðinu og sækja gögnin sín.

Laugardag 8. apríl

08:30 – 10:00  Afhending keppnisgagna og brautarlýsing  skíðagönguhúsi við Reyðarárhnjúk.

11.00 Ræsing í Buch- Orkugöngu allir flokkar.

Verðlaunaafhending og veitingar verða strax að lokinni göngu við gönguhús

Allir þátttakendur í Buch-Orkugöngunni fá 50% afslátt að GeoSea sjóböðunum til að slaka á eftir gönguna.

Þá er frítt í  sund fyrir þá sem taka þátt gönguni

Flugfélagið Ernir flýgur milli Reykjavíkur og Húsavíkur.

Sjá áætlun á www.ernir.is

fyrir nánari upplýsingar hafið samband við:
Kári Páll: +354 660 8844

Sigurgeir: +354 898 8360
volsungur@volsungur.is

Fylgist með nýjustu upplýsingum um Buch-Orkugangan á Facebook síðunni okkar!