Orkugangan fer fram á Reykjaheiði laugardaginn 13.apríl 2019. Gangan hefst við Þeistareykjavirkjun og endar við gönguskíðasvæðið Völsungs á Reykjarheiði.
Boðið verður upp á þrjár vegalengdir:
– 25. km ganga með hefðbundinni og frjálsri aðferð ásamt
– 10 km göngu með hefðbundinni aðferð
– 2,5 km göngu fyrir yngstu iðkendur og byrjendur.
Rásmark 25 km Orkugöngunnar er við Þeistareykjavirkjun.
Rásmark 10 km suðaustan við Höskuldsvatn.
Rásmar 2,5 km er á gönguskíðasvæði á Reykjaheiði.
Orkugangan gefur stig til Íslandsgöngu Skíðasambandsins.
Dagskrá:
Laugardagur 13. apríl
08:30: afhending mótsgagna hefst á svæði skíðagöngudeildar á Reykjaheiði.
09:45: Rúta leggur af stað frá svæði skíðagöngudeildar að rásmarki í 25- og 10 km göngum.
Rúturferð er innifalin í skráningargjaldi.
Rástímar
25 km: kl. 11:00
10 km: kl. 11:00
2,5 km: fyrir 12 ára og yngri kl. 11:00
Verðlaunaafhending og kjötsúpa verða í sal í Dvalarheimilinu Hvammi frá kl. 15:00
Þátttökugjald
25 km ganga – 7.000 kr
10 km ganga – 4.000 kr
2,5 km ganga – frítt
Skráning í gönguna fer fram á netskráning.is. Hægt er að komast á skráningarsíðuna með því að smella HÉR. Skráningu líkur 11. apríl.
Ferkari upplýsingar um gögnuna veita Sigurgeir Stefánsson í síma +354 898 8360 og Kári Páll Jónasson í síma +354 660 8844. Einnig er hægt að senda póst á volsungur@volsungur.is
Sundlaug Húsavíkur er opin til kl.18:00. Þátttakendur fá frítt í sund.
Þá er öllum þátttekendum boðið í sjóböðin GEOSEA á Húsavík sem eru er opin til kl. 22:00.
Heimasíða sjóbaðana er: geosea.is
Aldursflokkar
25 km: 16-34 ára, 35-49 ára, 50- 59 ára og 60 ára og eldri hjá hvoru kyni
10 km og 2,5 km : Einn opinn flokkur hjá hvoru kyni
Flug:
Flugfélagið Ernir flýgur milli Reykjavíkur og Húsavíkur alla daga.
Sjá áætlun á www.ernir.is
Viðburðurinn er haldinn af skíðagöngudeild Völsungs.