Eins og fram hefur komið verður Orkugangan 2016 haldin næstkomandi laugardag, 9. apríl. Í ár verður boðið upp á 25 km, 10 km og 2,5 km göngu. Það ætti því allir að geta fundið sér vegalengd við hæfi.
Allar göngurnar verða ræstar af stað klukkan 11:00 en afhending mótsgagna hefst klukkan 09:00 á laugardagsmorgun við skíðagöngusvæðið á Reykjaheiði.
Rásmark í 25 km göngunni er við Þeistareyki, 10 km göngunni við Höfuðreiðarmúla og að lokum er 2,5 km gangan gengin á skíðagöngusvæðinu.
Boðið er upp á rútuferðir að rásmarki í 25 km og 10 km göngu og leggur rútan af stað frá plani skíðagöngusvæðisins á Reykjaheiði klukkan 09:45. Rútan er innifalin í keppnisgjaldi.
Veðurútlit er með fínu móti. Spáð er hæglætis veðri fyrir laugardaginn. Fyrir þá sem vilja kynna sér veðurspána nánar er hægt að fara inn á yr.no og stimpla þar inn annaðhvort “Höskuldsvatn” eða “Þeistareykir” til að fá veðurspá fyrir það svæði sem gangan fer fram á.
Skráning er með góðu móti og verður hægt að skrá sig á staðnum. Hinsvegar hvetja starfsmenn göngunnar fólk til að skrá sig með fyrirvara til að ainfalda úrvinnslu á staðnum.
Sjáumst í Orkugöngunni á laugardaginn.