Við höfum fengið fyrirspurn varðandi veðurútlit og aðstæður. Það er nægur snjór á gönguleiðinni en ljóst að við munum ekki hafa endamarkið niðri í Húsavíkurbæ heldur á Reykjaheiði ofan Húsavíkur. Við teljum að færið verði gott, gæti orðið einhver sá mótvindur á hluta leiðarinnar, miðað við spána í dag. Við erum galvösk með það að gangan verður haldin, ef á þarf að halda gæti hún færst aðeins til innan dagsins.
Drykkjarstöðvar verða á 12 km fresti og björgunarsveitarfólk fylgir göngufólki eftir og sinnir öryggisgæslu.
Nánari upplýsingar veittar á morgun, fimmtudag.